Þúsundir barna, kvenna og karla svelta nú á Gaza. Ekki vegna náttúruhamfara heldur vegna manngerðrar og þaulskipulagðrar hungursneyðar. Öll gróðurhús hafa verið eyðilögð, allt gróðurlendi mengað og búfénaður drepinn af Ísraelsher til að tryggja að Palestínumenn á Gaza verði að fullu háðir utanaðkomandi neyðaraðstoð. Það er ekkert hreint vatn á Gaza og engin þurrmjólk. Þetta eru ekki náttúruhamfarir, þetta er stefna. Þetta er hungur sem vopn. Þetta er þjóðarmorð.
Ástandið versnar frá degi til dags og yfirlýst markmið Ísrael frá því október 2023 er að verða að veruleika. Ísrael er að þurrka út Palestínu, börn svelta og engin aðstoð fær að fara inn.
Ríkisstjórn Íslands hefur einungis gefið út yfirlýsingar sem ekki hafa skilað neinum árangri. Að halda áfram að láta yfirlýsingar og máttlaus áköll duga er það sama og að gefa Ísraelsríki leyfi til að halda helför sinni áfram. Við neitum að vera meðsek í þjóðarmorðinu í Palestínu.
Sunnudaginn klukkan 14:00 komum við saman á Hlemmi og með tóma potta. Gengið verður í þögn að Stjórnarráðinu þar sem við munum láta í okkur heyra með látum og að slá í pottana í 21 mínútu. Í 21 mánuð hefur ríkisstjórn íslands haft tækifæri til að bregðast við þjóðarmorðinu á Gaza en ekki gert neitt til stöðva það og með aðgerðaleysi sínu gert okkur samsek.
EKKI FLEIRI ÁKÖLL – AÐGERÐIR STRAX!