Gideon Levy á Íslandi

Mynd af Gideon Levy að flytja erindi.

Þann 24. júní 2023 kom Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy til Íslands í boði FÍP og fundarðarinnar Til róttækrar skoðunar sem Ögmundur Jónasson heldur úti. Fjölmenni var í sal Safnahússins þar sem Gideon flutti erindi um ástandið í Ísrael.

Gideon Levy skrifar reglulega í ísraelska stórblaðið Haaretz og víðar þar sem hann hefur harðlega gagnrýnt mannréttindabrot ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. Skrif hans vekja jafnan mikla athygli og hefur hann hlotið fjölda verðlauna.

Ögmundur skrifaði um fundinn á vef sínum og Morgunblaðið birti viðtal við Levy. Upptöku Samstöðvarinnar má sjá hér að neðan:

Scroll to Top