Við bjóðum börnum á öllum aldri að búa til og skreyta pappírsfugla fyrir börnin á Gaza.
Hver fugl verður tileinkaður barni sem týnt hefur lífi síðustu mánuði, og verður fuglinn merktur með nafni barns til minningar. Fuglarnir verða hengdir upp í loft Norræna Hússins þar sem þeir fljúga saman í fögrum og öruggum fuglahópi, og senda kærleika og huggun til hvers mannsbarns.
Við bjóðum öllum börnum og foreldrum þeirra að koma og leggja okkur lið með sínum einstöku hæfileikum til þess að búa til friðarfuglana með okkur!
Litaðu fugl, klipptu hann út, skreyttu og gerðu hann að þínum.
Við hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn!
//
On Sunday we invite all children to come create and decorate a paper bird. Each bird will be dedicated to a child that has lost its life in Gaza by adding the child’s name on the bird.
We will hang up the birds in the ceiling of the Nordic House to make sure they fly in a beautiful and safe flock to send love and comfort to each child.
To do so we are calling upon all children to come and help us, everyone is welcome. We need your creative assistance to do this!
Colour a bird, fold an origami bird, or cut one out and add your personal touch.
We look forward to seeing you on Sunday!