Ályktun alþjóðlegs samstöðufundar með Palestínu í Barselóna

Eftir sex mánaða viðvarandi þjóðarmorð og ofbeldi sem á sér ekki fordæmi í þó grimmilegri sögu Ísraelsríkis, veitir palestínska þjóðin áfram viðnám.

Dagana 16. og 17.mars 2024, hittust meðlimir 62 samstöðusamtaka með Palestínu frá Palestínu, Katalóníu, Baskalandi, Spáni, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Líbanon, Hollandi, Noregi og Svíþjóð í Barcelona, og skrifuðu og samþykktu þessa yfirlýsingu.

Við krefjumst:

  • Tafarlauss og varanlegs vopnahlés, endaloka 16 ára umsáturs um Gaza og þess að mannúðaraðstoð sé veitt inn á svæðið tafarlaust. Barátta Palestínufólks er í grunninn frelsishreyfing sem berst fyrir afnýlenduvæðingu. 76 ára löngu hernámi á Palestínu og daglegum hernaðaraðgerðum á hernumdu svæðunum verður að ljúka.
  • Skilyrðislausrar og óafturkallanlegrar frelsunar allra palestínskra fanga.
  • Tafarlauss banns á öllum vopnaviðskiptum við Ísrael. Það þýðir: Engin sala, kaup, flutningur eða veiting millilendingaraðstöðu fyrir vopnaflutning.
  • Sniðgöngu og rofs allra stjórnmála-, hernaðar-, efnahags-, mennta- og menningartengsla við Ísrael og beitingu refsiaðgerða gegn aðskilnaðarstefnunni.
  • Að ríkisstjórnir landa okkar styðji málsókn Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð, og að þær hlíti og framfylgi úrskurði Alþjóðadómstólsins til að binda enda á og koma í veg fyrir þjóðarmorð.

Við fordæmum:

  • Vígvæðingu hryðjuverkaásakana og frásagna til að fordæma réttmæta og réttláta vopnaða andspyrnu palestínsku þjóðarinnar sem er hernumin eins og viðurkennt er í alþjóðalögum.
  • Meðvirkni Evrópusambandsins, Bretlands, Bandaríkjanna, tiltekinna arabaríkja og rest hins þögla heims með áframhaldandi þjóðarmorði á Palestínufólki af höndum Ísraelsríkis.
  • Áframhaldandi ívilnunarsamninga ESB við Ísrael þrátt fyrir að það stríði gegn þess eigin reglum sem og alþjóðalögum.
  • Stöðvun á fjármögnun Evrópuríkja á UNRWA, sem jafngildir árás á rétt Palestínufólks til að endurkomu í heimalandið.
  • Beitingu falskra ásakana um gyðingahatur til að refsa og kúga Palestínufólk og samstöðuhreyfingar sem styðja Palestínu.
  • Notkun gyðingahaturs í þágu Ísraelsríkis í stað þess að barist sé gegn raunverulegu gyðingahatri.
  • Byggingu hafnar á strönd Gaza til að hleypa aðstoð inn. Slík áform eru framlenging á heimsvaldastefnu Bandaríkjanna; aðstoð þarf að komast inn á Gaza um landamærin.

Við skuldbindum okkur til að:

  • Samræma starfsemi okkar sem miðar að því að binda enda á meðvirkni á evrópskum vettvangi og efla þar með baráttuna fyrir frelsun Palestínu í allri sinni mynd.
  • Taka þátt í alþjóðlegu sniðgönguherferðinni gegn Ísraelsríki(BDS).
  • Taka höndum saman til að minnast Nakba á alþjóðlegum vettvangi.
  • Auka meðvitund um hlutdeild ESB í yfirstandandi þjóðarmorði í aðdraganda Evrópukosninganna í júní 2024.
  • Efla samstöðu í Evrópu til að vinna gegn kúgun ríkja og stofnana á þeim sem berjast fyrir frjálsri Palestínu.
  • Skipuleggja næsta alþjóðlega samstöðufund með Palestínu (dagsetningu og stað á eftir að ákveða).

Palestína er fyrsta varnarlínan gegn nýlendustefnu og heimsvaldastefnu. Við munum halda áfram að berjast fyrir því að hernám síonista í Palestínu verði hætt, fyrir rétti allra palestínskra flóttamanna til að snúa aftur og fyrir sjálfsákvörðunarrétti Palestínufólks. Við stöndum fyrir frjálsa Palestínu, frá ánni til sjávarins!

Samþykkt af öllum viðstöddum á alþjóðlegum samstöðufundi með Palestínu 17. Mars 2024, í Barselóna, Katalóníu.

Scroll to Top