ÞJÓÐ GEGN ÞJÓÐARMORÐI – Fjöldafundur laugardaginn 6. september kl 14:00 á Austurvelli í Reykjavík

Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í Palestínu með hryllingi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og þar með efsta stigi hungursneyðar. Hún er alfarið manngerð af völdum Ísrael sem hefur lagt ræktanlegt landsvæði í rúst á Gaza og lokað fyrir að matvæli berist til íbúa. Samkvæmt gögnum ísraelska hersins eru 83% þeirra sem Ísrael hefur myrt almennir borgarar. Þar af eru a.m.k. 18.500 börn eða um 28 börn á hverjum einasta degi, álíka mörg og heill bekkur í grunnskóla á hverjum degi.

Þjóðarmorð stendur yfir af hálfu Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Stríðsglæpi Ísraels verður að stöðva.

Ríkisstjórn Íslands hefur líkt og aðrar ríkisstjórnir vestrænna ríkja ekki brugðist við glæpum Ísraels í samræmi við alvarleika þeirra. Nú hafa heildarsamtök launafólks, verkalýðsfélög, mannúðarsamtök, fagfélög og önnur samtök tekið saman höndum til að halda mótmælafundi um land allt þar sem almenningur kemur saman til að sýna samstöðu sína með Palestínsku þjóðinni og krefjast þess að íslensk ríkisstjórn grípi til alvöru aðgerða til að sýna afstöðu sína gegn þjóðarmorðinu!

Við höfnum þjóðarmorði og brotum Ísraels á alþjóðalögum. Tími yfirlýsinga og undanbragða er liðinn, tími aðgerða er runninn upp! 

Fjölmennum á Austurvöll þann 6. september klukkan 14.00 og krefjumst tafarlausra og markvissra aðgerða íslenskra stjórnvalda gegn þjóðarmorðinu!

Dagskrá verður kynnt í aðdraganda fundar.

Þátttökufélög; 

Aflið – samtök fyrir þolendur ofbeldis

Aldan – stéttarfélag

Amnesty International
ASÍ

Bandalag íslenskra listamanna
Barnaheill

BHM

BSRB
ByggIðn

Courage International

Dögun – Ungir Sósíalistar á Akureyri

Druslugangan

Dýrið – Félag um réttinn til að mótmæla

Efling

Eining-Iðja

Félag fornleifafræðinga

Félag tæknifólks

Félag þjóðfræðinga

Félagið Ísland-Palestína

Feminísk fjármál

Hagsmunasamtök brotaþola

Hið íslenska náttúrufræðifélag

Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna

Kennarafélag Íslands

Kvenréttindafélag Íslands

Landvernd

Mannfræðifélag Íslands

Ofbeldisforvarnaskólinn

Rafiðnaðarsamband Íslands

Röskva

Samtökin 78

Sjómannafélag Eyjafjarðar

Skerpa

Stígamót

Töfrateymið

Ungir umhverfissinnar

Vitund – Samtök gegn kynbundnu ofbeldi
Verkalýðsfélagið Hlíf

VR

Vitund – samtök gegn ofbeldi

Þroskahjálp

Listinn er ekki tæmandi. 

Vill þitt félag eða samtök taka þátt? Skráning hér:

https://forms.gle/AAjQDhCsS6zxdPWSA
Scroll to Top