Um Félagið
Félagið Ísland – Palestína beitir sér fyrir því að Íslendingar leggi sitt af mörkum til þess að réttlát og friðsamleg lausn finnist á deilu Ísraels og Palestínu á grundvelli alþjóðaréttar og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og með tilliti til allra samþykkta Sameinuðu þjóðanna sem varða deiluna.
Markmið Félagsins Ísland – Palestína
- Að styðja baráttu palestínsku þjóðarinnar gegn hernámi og fyrir sjálfsákvörðunarrétti og rétti palestínsks flóttafólks til að hverfa aftur til síns heimalands.
- Að kynna menningu og þjóðlíf palestínsku þjóðarinnar.
- Að vinna gegn aðskilnaðarstefnu og hver kyns mismunun á grundvelli uppruna, ætternis eða trúarbragða.
- Að vinna að því að ríkisstjórn Íslands styðji í verki rétt palestínsku þjóðarinnar til að stofna lífvænlegt, sjálfstætt og fullvalda ríki.
- Að beita sér fyrir því, að Íslendingar leggi sitt af mörkum til þess að réttlát og friðsamleg lausn finnist á deilu Ísraels og Palestínu á grundvelli alþjóðaréttar og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og með tilliti til allra samþykkta Sameinuðu þjóðanna sem varða deiluna.
Félagið hefur starfað frá árinu 1987 og hefur unnið að markmiðum sínum m.a. með útgáfustarfsemi, fundahöldum, sjálfboðaliðastarfi í Palestínu, tónleikum, útifundum, kvikmyndasýningum, sölu á varningi frá Palestínu og peningasöfnun til stuðnings við ýmis palestínsk mannúðar- og hjálparsamtök.
Félagið hefur einnig fengið hingað til lands fjölda fyrirlesara til að kynna málefni Palestínu og leitast við að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda vegna málefna Palestínu. Árangur þessa starfs var m.a. sá að árið 2011 viðurkenndi Alþingi sjálfstæði Palestínu fyrst allra ríkisstjóna á Vesturlöndum.
Stjórn félagsins
Í Aðalstjórn
Formaður: Hjálmtýr Heiðdal
Varaformaður: María Björg Tamimi
Gjaldkeri: Falasteen Abu Libdeh
Ritari: Iðunn Jónsdóttir
Meðstjórnendur
Mist Rúnarsdóttir
Quassay Odeh
Magnea Marínósdóttir
Sveinn Rúnar Hauksson
Félagsmenn, fjármál og félagsgjöld
Í félaginu eru um 1.400 félagsmenn. Palestínumenn þurfa stuðning í baráttunni fyrir lífinu og grundvallar mannréttindum. Með því að ganga í félagið, taka þátt í fundum þess og aðgerðum og greiða félagsgjaldið regluglega leggur þú þitt að mörkum. Félagsgjaldið er 3.000 kr á ári og er aðal tekjulind félagsins.